Skráning á flokkum framvindu er í Stillingar skóla hnappi með skóla valinn.  


Sett er inn nafn flokksins og lýsing á honum og síðan smellt á Skrá hnapp til að vista.  Einnig er hægt að breyta fyrri skráningum með því að smella á tannhjólið hægra megin í viðeigandi línu og velj Breyta.




Þegar búið er að skrá framvinduflokka er hægt að fara að skrá framvindu náms hjá nemendum.  

  • Smellt er á nafn nemanda og Framvinda valin í vinstri valmynd.
  • Smellt er á Skrá framvindu náms og birtist þá neðangreint skjáskot.
  • Dagsetning, leiðbeinandi, flokkur og lýsing er skráð og smellt á Skrá hnapp til að vista.
  • Foreldrar geta fylgst með framvindu barna sinna bæði á vefnum og í appinu.