Eins og kerfið er aðgangsstýrt núna og ef barn er hætt, þá hefur skólastjóri ekki aðgang að því undir „námi lokið“ nema skrá barnið aftur í nám. Best er að  búa til sér deild undir hverjum skóla sem heitir t.d. "viðveruskráning" og haka ekki við sýnileg eða stoðdeild-þessari deild svo eytt eftir vinnslu.  Þetta er fyrst og fremst gert til að trufla ekki virka nemendalista.

Sem þýðir að ef sækja á viðveruskráningu barna sem er hætt þarf að:

 

 1. Stofna deild
 2. Haka við þau börn sem sækja á upplýsingar um undir námi lokið
 3. Velja flipann „færa milli deilda“ (börnin eru enn undir námi lokið-bara verið að breyta deildarheiti-svo börn fari ekki á virka deild)
 4. Aftur er hakað við sömu börn og flipinn „breyta stöðu“ valinn og nemandi
 5. Nú er barnið/börnin komin undir deildina sem búin var til og hægt að sækja viðveruskráningar

 

 

Sækja viðveruskráningar

 1. Smellt á nafn barns
 2. Flipinn viðvera valin
 3. Í plúsnum í rauðu stikunni er svo hægt að skrá inn dagsetningar/tímabil
 4. Velja prenta
 5. Með því að velja þessa leið er útprentun valin fyrir hvert barn fyrir sig (nafn barns í haus)
 6. Síðan er hægt að prenta út fyrir alla deildina
  1. Velja nemendur
  2. Viðvera
  3. Velja tímabil úr plúsnum
  4. Hér koma þá allir nemendur í stafrófsröð og skráningar (deildin efst og nöfnin svo koll af kolli)

  5. Hafa þarf í huga að þegar börn eru skráð aftur inn í skólann undir óvirkri deild, þá koma þau inn í tölfræði skólans.  Því er mikilvægt að „útskrifa börnin“ strax úr leikskólanum þegar gögnin hafa verið sótt.

    

  6. Seinni möguleikinn, að prenta út deildina, er fljótlegastur fyrir skólastjóra, hins vegar spurning hvort skjalið sé samþykkt af skjalastjóra, þ.e. ein útprentun fyrir alla eða hvort eitt skjal þarf að vera fyrir hvert barn.