Það er um að gera að halda góðu skipulagi skráarsafns heimasíðunnar frá byrjun til að auðvelda vinnu við vefinn. Til að svo megi vera er efni, skrár og myndir, flokkaðar í möppur.  Til að búa til möppu er smellt á NÝ MAPPA hnappinn og henni gefið nafn.


Möppurnar eru í listanum vinstra megin.  Skrárnar í valinni möppu eru í listanum hægra megin..


Þegar síðan á að setja nýtt efni á vefinn er það sótt á skráarsafn tölvunnar.  Fyrst er valin mappan sem á að geyma skrána og síðan er smellt á SÆKJA SKRÁ (hér SENDA) hnapp, skráin valin og smella á OPEN hnapp.  Þá birtist skráin í gráa rammanum, sbr. myndin hér fyrir neðan og síðan í skráalistanum og er þá komin á sinn stað.



Þegar síðan á að birta skjalið/myndina á vefsíðu er smellt á viðeigandi skrá og smellt á NOTA VALIÐ hnapp.

 

Ef diskettan birtist við hliðina á tannhjólinu þarf að smella á hana til að vista breytinguna.