Þegar nemandi hættir í skólanum er hann útskrifaður og við það flyst hann í Námi lokið listann.

Nýlega bættum við aðgerð við kerfið, sem skólastjórnendur geta kveikt á og stillt að þörfum, sem sendir út tölvupóst til aðstandenda nemenda.  Tölvupósturin er hugsaður sem þakkarbréf við skólalok.


Til að kveikja á aðgerðinni og setja inn texta bréfsins er:

  • Smellt á Stillingar skóla hnapp.
  • Smellt á Tölvupóstur útskrifaðra.
  • Sett hak í Senda tölvupóst til aðstandenda útskriftarnema.
  • Text settur í reitinn Skilaboð til útskrifaðra.
  • Smellt á Vista hnapp.


Ef þið viljið að heiti skóla, nafn og lokadagsetning nemenda komi fram í póstinum þarf að setja gildin fyrir þessum atriðum í slaufusviga, sbr. dæmið í skjáskotinu hér fyrir neðan.


Heiti skóla
{school_name}
Nafn nemanda
{child_name}
Lokadagsetning
{end_date}
Nafn skólastjórnanda
{principal_name}


Sjá skjáskotið hér fyrir neðan