Áður en hægt er að setja inn efni á síðu þarf að setja inn á hana textareit. Ástæða þessa er sú að síður geta verið margvíslegar.
Til dæmis er hægt að setja matseðilsreit inn á síðu sem sýnir sjálfvirkt matseðil skólans í hverri viku.
Notendur kerfisins ráða hvernig síður eru settar saman.
Þannig er hægt að setja matseðilsreit efst á síðu og textareit fyrir neðan. Þar er hægt að skrifa upplýsingar um matarstefnu skólans sem koma fram á síðunni um leið og matseðill er sjálfvirkt birtur fyrir ofan.