Það er hægt að breyta öllum listum í kerfinu þar sem er að finna tannhjól vinstra megin í rauðu stikunni sjá skjáskot hér fyrir neðan fyrir nemendalista.  

 


Í glugganum sem birtist er tafla sem sýnir hvaða svæði eru birt í viðkomandi lista og getur notandi breytt því að vild.  Svæðin sem eru í Laus dálkinum er hægt að draga yfir í Notað dálkinn til að birta í listanum og er hægt að raða dálkunum í listanum að vild, með því að draga svæðin í dálkinum upp og niður.  Einnig ef í lista er dálkur sem er óþarfur, þá er hægt að draga svæðið úr Notað dálkinum yfir í Laus dálkinn.  Smellt á Skrá til að vista breytinguna.



Það er ekki hægt að fjarlægja svæði sem eru með bleikan bakgrunn.  Mæli líka með að hafa alls staðar svæðið Aðgerðir, sem stendur fyrir tannhjólið, sem er notað t.d. til að breyta færslu.