Starfsmaður getur búið til nýtt lykilorð inni  í vefkerfinu.  Þá smellir hann á nafnið sitt efst í hægra horninu og velur Stillingar úr listanum.      












Sama lykilorðið er slegið inn í Lykilorð og Endurtaka lykilorð og síðan smellt á Skrá hnapp til að vista.



Ef starfsmaður hefur gleymt lykilorðinu sínu getur hann, bæði á innskráningarsíðu vefkerfisins og appsins, valið Gleymt lykilorð, sett inn netfangið sitt í gluggann sem birtist og smella á Virkja hnapp.  Innan fárra mínútna fær viðkomandi sendan póst um nýja lykilorðið í tölvupósti.


Einnig getur skólastjórnandi útbúið nýtt lykilorð fyrir starfsmanninn:

  • Starfsmaður valinn úr starfsmannalista.
  • Smellt á Breyta starfsmanni hnapp.
  • Flipinn Notandi valinn.
  • Lykilorð slegið inn tvisvar, sbr. hér að ofan.
  • Smellt á Uppfæra hnapp til að vista breytingar.